mér þykir vænt um eldhúsið mitt

ekki eyddi ég gærkveldinu í að horfa á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðum á alþingi. ég var svo glaður yfir því að það var miðvikudagur og taldi mig muna rétt að þá væri EXTRAS á dagskrá. hef ekki séð einn þátt í nýju seríunni. komst svo að því að dagskrá kvöldsins var helguð ræðuhöldum þingmanna. ef einhver veit af hverju þau eru kennd við eldhús (mér þykir vænt um eldhúsið mitt), já eða eitthvað sem heitir eldhúsdagur (vaddiddivatt?) þigg ég þá vitneskju með þökkum. tilgangslausar upplýsingar eru gróflega vanmetnar. alltaf gott að geta slegið um sig í góðra vina hópi...

í morgunfréttum heyrði ég brotabrot úr helstu ræðum. og það er þetta með nýja stjórnarskrárfrumvarp þeirra knoll og tott. einhvern veginn hélt ég að þeir myndu sjá að sér. lögfræðingar, ekki bara einn heldur margir segja frumvarpið mjög óskýrt. það er hægt að túlka það á marga vegu, sem þykir ekki gott þegar um klausu í stjórnarskránni er að ræða. þetta eru ekki lögfræðingar á vegum stjórnarandstöðunnar, ugglaust x-a margir þeirra við D í vor, af gömlum vana. hvort einhverjir þeirra merki við B þori ég hins vegar ekki að hengja mig upp á. 

en þrátt fyrir álit lögfræðinga, og þrátt fyrir að nokkrir stjórnarliðar hristi hausinn og segi réttara að bíða með þessa vitleysu (ergo:gleyma henni) þá halda geir og jón áfram og þykjast ætla að berja þetta í gegn. og, það sem mér finnst enn meira fyndið, ja... eða enn meira pirrandi kannski, er þegar þeir vísa í boð stjórnarandstöðunnar um að taka þátt í að búa til réttmæta stjórnarskrárbreytingu. og þegar þeir hneykslast á því að nú vilji andstaðan ekki vera með. EN... boðið snérist ekki um þetta frumvarp!! er þetta eitthvað flókið?? er það eitthvað annað en kjánalegt að þykjast misskilja það??

jæja. hættur. yfir í annað miklu skemmtilegra. 

roran 4b hér er mynd eftir tómas. eragon, bindi 2, er brátt á enda. sonur minn hefur svo gaman að því að ímynda sér hvernig helstu persónur hennar líta út. dundar sér við að teikna þær meðan ég les. þetta er semsagt roran, bróðir eragons.

já. og verður maður ekki að misnota aðstöðu sína aðeins og plögga smá. 

bendi á gagnrýni á ÁST í mogganum í gær þar sem segir að um "ómótstæðilega" sýningu sé að ræða. ég hvet áhugasama að drífa sig ef þeir vilja komast fyrr en síðar. miðar renna víst út eins og heitar lummur.

sem er gaman.

chiao. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband