aldrei fór ég vestur

síðustu misseri hafa verið soldið kreisí vinnulega, törn sem lauk með frumsýningu síðastliðið laugardagskvöld. eftir hana og það sem af er þessari viku hefur maður notið þess að vera í ró. kvöldunum eytt heima. kíkt í bók. mjög næs. helst hefði maður þurft að komast út úr bænum.

í morgun ók ég upp í grafarvog að tala við menntaskólanemendur í borgarholtsskóla um vesturport. fann fyrir sterkri löngun til að beygja ekki sem leið lá inn í voginn og halda áfram vesturlandsveg. hefði alveg verið til í að áfangastaðurinn hefði verið einhvers staðar utan borgarmarkanna. eins og til dæmis vestur á fjörðum. það hefði ekki verið amalegt.

vinkona mín er reyndar búin að bjóða mér gistingu fyrir vestan þegar aldrei fór ég suður hátíðin fer þar fram í apríl. á eftir að athuga hvort ég er að sýna þá helgi, ef ekki er maður vís með að skella sér. 

stórkostleg eru viðbrögð stjórnvalda við kalli vestfirðinga um skýrari stefnu í landsbyggðarmálum, kalli eftir efndum en ekki orðum. geir er búinn að tilkynna að málið fari í nefnd.  stjórnvöld mega skammast sín fyrir landsbyggðastefnu sína síðustu ár, afleiðingar hennar á svo að leysa með virkjunum og álverum. með því eiga að skapast störf og með störfunum blómlegt mannlíf. 

what a bunch of crap! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er orðin alveg þauðþreytt að fylgjast með stjórnmálum á islandi og man núna af hverju ég ákvað á sínum tíma að láta eins og mér kæmi þetta ekki við. Það eru bara takmörk fyrir því hvað maður getur látið  vitleysuna misbjóða sér lengi og mikið í einu...Oj barasta. Blessaður taktu þér hvídl frá malbikinu...hreint nauðsynlegt á köflum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Já hvernig væri að skella sér út á land, til dæmis...Norður?

Vignir Rafn Valþórsson, 14.3.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband