pólskt sötr

hér í hafnarfirði er mikið af pólverjum. heima í evrópu eru þeir líklega vanir að sitja á þessum árstíma (ætli ekki sé komið vor í pólandi) fyrir utan einhverja kránna eftir erfiðan vinnudag og fá sér einn öl eða tvo, ræða málin og hafa það huggulegt. nema hvað að hér á íslandi eru hlutir allt öðruvísi. hér er skítkalt, og bjórinn af krana svo dýr að buddunni blæðir út á nóinu. fyrir svo utan það að í hafnarfirði er lítið um huggulegar krár sem bjóða upp á útisetu þótt vel viðri. 

elsku pólverjarnir (já ég segi elsku, því eins og ég hef komist að og lesa má um hér, þá eru þetta frændur mínir) láta þetta ekki á sig fá. svo ég vitni í mario vin minn, sem reyndar er ekki pólverji heldur spánverji, og sagði eitt sinn á ensku: "a beer is a beer." þeir fara í ÁTVR, kaupa faxa og sitja svo dúðaðir á bekkjum hér í miðbænum og sötra af dós.

maður sitjandi á bekk að drekka bjór af dós í miðri vinnuviku.

köllum við íslendingar það ekki róna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta alkahólista og rónatal heyri maður helst meðal íslendinga. Það að mega ekki sötra bjór í miðri viku eða rauðvínsglas er frekar gamaldags hugsunarháttur og tengist eflaust því helst að ef íslendingar taka tappa úr flösku er ekki hætt fyrr en hún er búin og allir dottnir verulega mikið í´ða. Þess vegna drekka..drukku íslendingar bara um helgar þegar ekki var vinna daginn eftir. Og fyrsta hugsun sem kemur upp í kolli þeirra ef einhver lyftir glasi utan helgarinnar að eitthvað sé að viðkomandi..líklegast bara róni..hehe!

En mikið vorkenni ég þeim að sitja úti í nepjunni pólverjunum...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 12:43

2 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Ég er búinn að vera fullur í mánuð.  Ég er samt ekki róni.  Ég bý á Akureyri.

Vignir Rafn Valþórsson, 9.3.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband