8.3.2007 | 10:18
ég viðurkenni
maður verður að þora, ef maður ætlar að vera almennilegur bloggskrifari. nú á ég til dæmis á hættu að vera sakaður um sjúklegt hugarfar. að vera úthrópaður pervert! púff, þetta er ekki auðvelt en ég ætla samt að taka sénsinn, markmiðið er jú að verða einhvern tíma almennilegur bloggari.
þegar síðasta tölublað smáralindar kom inn um lúguna hjá mér og ég leit á forsíðuna, þá verð ég að viðurkenna að fyrsta hugsunin var ekki: "ofsalega eru þeir að bjóða upp á skemmtileg fermingarföt handa stelpum þarna í smáralind! og ofsalega er þetta tilvonandi fermingarbarn krúttilegt með alla bangsana sína." það er eitthvað kynferðislegt við þessa mynd, hvort sem það var ætlunin eða ekki!
ég ætla ekkert að útlista þessa skoðun mína frekar hér, þótt það kunni að teljast óábyrgt.
um hastarleg viðbrögð Guðbjargar Hildar Kolbeins sem um má lesa hér, veit ég nú ekki, en ég vil þó koma henni, og sjálfum mér um leið, til varnar þegar eva dögg ritstjóri sakar okkur um að bera eitthvað sjúkt í hugarfylgsnum okkar þegar við greinum ekki fallegt fermingarsakleysið í umræddri mynd. ég endurtek sumsé þetta: það er eitthvað kynferðislegt við þessa mynd!
eva segist hafa áhyggjur af því hvert þjóðfélagið er að stefna, og þar get ég verið sammála henni.
ókey...
þar hafið þið það.
Athugasemdir
Þetta geta ekki verið fermingarföt! Það fermist engin í köflóttum sokkum!
Mér finnst þetta nú ekkert rosalega gróf mynd, en hledur ekki sakleysisleg, engan vegin.
Það var annað áhugaverðara á þessari síðu sem ég rak augun í (og er þó ekki með mjög útstæð augu) og það var um söngleikinn Ást. Til hammingju kroppur, ég vissi ekki að þú ættir söngleik.
Og svo sá ég mynd af Leonardo Dicaprio, og hélt að það væri mynd af þér! Þannig að það er ekki bara Eddy Murphy sem þú líkist.
Knús á þig o g þína, Hulla
Hulla (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:09
Þú bauðst upp á þetta þannig að ég ætla að grípa tækifærið: "Víkingur, þú ert pervert!" Ég sé bara ekki klámið í þessu.
Ég var t.d. á leiðinni að fá mér sígarettu í morgun en missti kveikjann í gólfið. Ég beygði mig eftir honum og um leið geri ég ráð fyrir að hafa misboðið þeim sem voru í kringum mig, því eins og þarna kemur fram setti ég mig um leið í þekkta stellingu úr klámmyndum.
Samkvæmt þessu mætti halda að enginn í mannkynssögunni hefði beygt sig fram fyrr en Ron Jeremy skipaði Jennu Jameson að gera það og niðurlægði hana náttúrlega um leið. Hvað getur maður sagt annað en common?
Gústi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:32
Can I offer my humble opinion? ...
Mitt gapelsi yfir þessu heitasta kaffistofumáli dagsins er ekki tilkomið vegna þess að gagnrýni á myndina per se eigi ekki rétt á sér. Ég er sammála því að stíliseringin á henni er í besta falli mjög ble. Framsetning GHK á téðri gagnrýni er hinsvegar ekki réttlætanleg, hvorki orðalagið né birtingarformið. Við skulum gefa okkur að fyrirsætubarnið búi ekki á Bakkafirði og noti ekki bréfdúfu sem samskiptamáta. Við vitum öll að það þarf ekki umfjöllun af þessu tagi og stærðargráðu til að börn fái á sig allskyns skot, skít og stimpla sem getur verið tjörunni erfiðara að þvo af sér. Þar liggur hundurinn í kúnni. Auðvitað leiðréttum við ekki það sem aflaga fer í okkar samfélagi með því að þegja helstu óþægilegheit í hel en mér finnst að við "fullorðna fólkið" verðum að taka með í reikninginn á hverjum gasprið bitnar ...
Rúnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 13:34
hulla: úff. hvernig lítur manneskja sem er sambland af eddy murphy og di caprio eiginlega út??
og egill: takk takk vinur. break a leg er fínt.
gústi: common sjálfur. ef myndin væri af þér að teygja þig eftir sígarettum væri málið allt annað og það veistu. og þó er ég ekkert endilega að tala um blessaða stellinguna á stúlkunni. ég get þó ekki annað sagt en þetta: ef þú sérð nákvæmlega ekkert athugavert við myndina, þá er það bara svoleiðis... og ég perri í þínum augum... vona bara að þú hættir ekki að tala við mig... sæti...
ágústa: ég er þér hjartanlega sammála.
Víkingur / Víxill, 8.3.2007 kl. 16:26
Ok. Auðvitað er þessi mynd asnaleg ef það á að tengja hana við fermingar en ég sé samt ekki klámið. Perrakommentið varð ég bara að láta flakka því þú sagðist vera hræddur um að vera úthrópaður pervert. Ég tel mig hins vegar vita betur. Þú ert fínn gaur og ég mun alveg heilsa þér næst þegar við sjáumst.
Og ef ég segi alveg eins og er þá myndi ég jafnvel hafa enn meira gaman af því að spjalla við þig ef þú værir sannarlega pervert - og það er auðvitað ákveðinn pervertismi af minni hálfu.
En svona að öllu gamni slepptu finnst mér fyrst og fremst fáránlegt hversu dramatískar lýsingar GHK kemur með af þessari forsíðu og hvað hún telur gerast næst. Bottomlænið er að það má alveg finna margt að þessari mynd en það að beygja sig fram -- hvort sem það er til að ná lítinn sætan bangsa eða sígarettu - og hvort sem viðkomandi er með opin munn eða ekki -- er ekki klám.
Gústi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 17:03
Ég viðurkenni að ég fékk ekki standpínu þegar ég sá þessa mynd. En auðvitað er eitthvað kynferðislegt við hana og absalútlí ekkert fermingarlegt. En þetta er ekki Klám, það er tildæmis ekkert fórnarlamb, nema stúlkan kannski eftir að GHK startaði þessu öllu, svona eineltislega séð. Reyndar er búið að fjarlæga tjéða greina af bloggsíðu Guðbjargar (ég og rúmlega sjöþúsund aðrir tékkuðum á því) en það að smáralindin skuli finnast það ósköp venjulegt að lokka foreldra fermingarbarna í búðina sína með því að stilla stúlkunni svona upp, og sjá ákkúrat ekkert athugavert við það. Það er sikk.
Vignir Rafn Valþórsson, 8.3.2007 kl. 20:05
rétt viggi. bendi einnig góðfúslega á að sjálfur hef ég ekki minnst á klám í þessu sambandi, enda er það allt annar hlutur. eitthvað sem margumrædd GHK virðist ekki átta sig á.
Víkingur / Víxill, 8.3.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.