innilega til hamingju

lækkun á matarverði. einmitt. við mér blöstu í morgun opnuauglýsingar í fréttablaðinu með hamingjuóskum mér til handa. gaman að því.

ég sá í sjónvarpinu í vikunni spjall við fólk sem var nýstigið út úr bónusverslun með pokana sína. spurt var hvort það hefði tekið eftir því að talan á strimlinum hefði lækkað. undantekningarlaust horfðu viðmælendur á spyrjanda í forundran. vissu varla hvað verið var að tala um. þetta var bara eins og hver annar dagur. hver önnur búðarferð. hver önnur upphæð.

ég ætla mér ekki að vera vanþakklátur. og kannski má segja sem svo að einhvers staðar og einhvern tíma verði að byrja. og ef ekki rétt fyrir kosningar hvenær þá? 

en buddan mín hlær. hún hlær kalt af því þetta er þannig brandari.

þess utan: til hamingju með mars, mánuð mánuðanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já mars er nefninlega mánjuður mánaðanna. Allavega vakna ég úr vetrardvala og er aldrei eins fersk og fjörug og dugleg og í mars. Er samt eitthvað að fara hægt í gang..kannski að það sé vegna himintunglanna og þess að merkúr bakkar til 7.?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband