virðulegi maðurinn. jú, ég er að tala um hann víking!

þegar ég fór út að borða með vinkonu minni um daginn, lýsti hún fyrir mér plönum um hvernig hún hugðist breyta lífi sínu og hvernig kona hún ÆTLAÐI að verða. áætlunin snýst að mestu um að eignast fullt af peningum (hvernig í ósköpunum sem hún ætlar að fara að því, með BA í bókmenntafræði upp á vasann, það er jafn fráleitt og að ég verði einhvern tíma ríkur), fylla tilvonandi ferkílómetraheimkynni sín af húsgögnum frá nepal (sem er víst það flottasta í dag (!)), hengja á veggina rándýr málverk (sú hefði sómt sér vel með hákörlunum á uppboðinu í gær), hætta að drekka bjór á reykmettuðum ölstofum en fara í staðinn oft fínt út að borða, fínt klædd og drekka fín vín og dýr. 

ég velti fyrir mér hvort ég mætti segja frá þessum hugarórum hennar hér, en ég meina... hún er sjálf búin að blogga um málið, svo það er ekki við mig að sakast.

ég hló náttulega að þessu öllu saman, ekki bara af því mér fannst þetta svo fjarstæðukennt, heldur er vinkona mín svo skemmtileg til frásagnar.

ég er að lesa bók þessa dagana, skrifaða af breska leikskáldinu alan bennet. og, bara að gamni mínu, samt ekki, ákvað ég hvernig maður ég ÆTLAÐI að verða. bennet lýsir í dagbókum sínum hvernig hann vaknar snemma á sunnudagsmorgni og les helstu og merkilegustu greinarnar um menningu og listir í bresku blöðunum. klæðir sig svo upp og fer á málverkasýningu. hefur skoðun á portrett myndum af bresku kóngafólki. hvernig þær eru málaðar og hvað betur mætti nú fara. kvöldunum eytt í að hlusta á pólónesu í A eftir Chopin, sitjandi í chesterfieldinum og glugga í heimsbókmenntum. arinn algjört möst. pípa í munnviki? nei, það gengur ekki, ég verð auðvitað hættur að reykja. rauðvín í glasi? jújú, kannski. eða bara kamillute. alltso í bolla, ekki í glasi.

svona ætla ég að verða. samt ekki. samt. virðulegur. agaður. hundleiðinlegur? hmmm, jú kannski. en ef vinir mínir verða allir eins og vinkona mín ætlar sér að verða þá fell ég vel í hópinn. 

verð þó, þrátt fyrir allt að viðurkenna að mér finnst eitthvað notalega heillandi við skrif hr. bennet... sjitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geri mer grein fyrir ad ykkur er kannski ekki full alvara en verd samt ad segja ad mer finnst tid baedi tvo vera miklu meira spennandi og ahugaverd en tessi umtoludu framtidarsjalf! Gott ad hafa markmid en er tetta samt ekki bara spurning um ad vera, ekki verda.. ?

Eva (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:05

2 identicon

Spjallaði einnig við umrædda dömu um daginn, og skildi ekkert hvað hún væri að pæla...Auðvitað er ágætt að eiga í sig og á, þar að auki að reyna að stunda (sæmilega) heilbrigt líferni...en kommon, að fylla heimili sitt af einhverju rándýru dóti frá Nepal til að uppfylla eigin hégóma...ég hef aldrei skilið konseptið: Ekki bara þarf ég að eiga fullt af drasli, heldur helst dýrara drasl en náungi minn...það er bara eitthvað við þá hugsun sem fúnkerar ekki í mínum huga...En auðvitað er fólk misjafnt eins og það er margt...

Hannes Óli

Hannes (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:14

3 identicon

Þið eruð nú bara eitthvað klikkuð.

HIPPAR!

Þórhildur (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband