27.2.2007 | 11:25
tiltekt
ég hef eytt góðum hluta morguns í að taka til í tölvugarminum mínum. tiltektin felst að mestu í að kópera eitthvað af meistaraverkum sonar míns yfir á diska og losna við þau af harða disknum. acerinn minn er að því kominn að springa og tilkynnir mér í hvert sinn sem ég starta honum að hann sé búinn að fá nóg. og ég þekki stelpu sem fékk sömu athugasemdir frá tölvunni sinni (sem einmitt var líka acer), sem dó loks drottni sínum og ekki var nokkur leið að vekja hana til lífs á ný (það er að segja tölvan, stelpan er í fullu fjöri eftir því sem ég best veit).
tómasinn minn fermist bráðum. til stendur að gefa stráknum tölvu að gjöf. hana má hann stöffa af vild og ef ég þekki minn mann rétt verður auka harður diskur á innkaupalistanum fyrr en varir.
ég tók hann með á æfingu í leikhúsið í gærkveldi. honum fannst það stórkostlegt. ekki það að ég sé að halda þessu sérstaklega að honum, ég virðist bara engu fá um það ráðið hvert hann stefnir. og ekkert nema gott um það að segja.
Athugasemdir
Hmm... er þetta sonur þinn eða gömul mynd af þér? Annað hvort eru þið svakalega líkir eða þá að þú hefur lítið breyst frá fermingu :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:28
Þú kemur bara til mín á Grensásveginn og við reddum þessum tölvumálum. Kv. Bjarni Þór (bjarni@ejs.is)
Bjarni Þór (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.