26.2.2007 | 10:22
varúð
nýjustu niðurstöður í hinum endalausu skoðanakönnunum þessa dagana (væri ekki í lagi að tjilla aðeins og birta þær þó ekki væri nema annan hvern dag for kræing át lát?) gefa til kynna að framsókn sé að rétta úr kútnum. ekki að það komi sérstaklega á óvart. sagan endurtekur sig...
vitiði, án þess að ég ætli að vera með einhverja bölsýni, þá er ég ansi hræddur um að ef landsmenn huga ekki að sér verði úrslit kosninganna alveg bæ ðe búkk. líkið rumskar í kistunni við útfararsálminn, rís upp og æpir: "ég held nú síður!"
nú fer maskínan á fulla ferð. flokkurinn "réttir úr kútnum", "toppar á réttum tíma" og, úffúffúff ég get varla skrifað framhaldið... nær með herkjum að hala inn nægilega marga þingmenn til að halda naumum meirihluta með stóra bróður.
það ER kominn tími á breytingar!!
ekki sofa á verðinum!!
Athugasemdir
Meðan fólkið á litlu eyjunni svaf vært á sitt græna eyra...borðaði ódauðlega skrímslið alla heilbrigða skynsemi sem eftir var og blés eldi í allar fínu verksmiðjurnar sem svo kæfðu aumingja eyjarskeggjana eftir að hafa mengað ekki bara náttúruna heldur líka hugarfarið þeirra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.