fóður og fjör

foodandfun 1það eru allir að tala um þetta: food and fun maður, food and fun!

í gærkveldi settist ég með þórhildi vinkonu minni inn á veitingastaðinn óðinsvé og saman smjöttuðum við okkur gegnum matseðil saminn af bandarískum meistarakokki sem ég man ómögulega hvað heitir en eitt get ég sagt: ég hef sjaldan, ef einhvern tíma, smakkað á öðru eins góðgæti.  

ég veit lítið sem ekkert um þessa hátíð, hún þórhildur mín ber ábyrgð á veru minni þarna í gær, en mikið er ég þakklátur henni að fá mig með sér. 

ég heyrði svo í morgun að ekki einungis er um matar- og gleðihátíð að ræða heldur keppni milli hinna erlendu kokka sem hingað koma af þessu tilefni. það var víst einhver finni sem bar sigur úr býtum. sá eða þeir sem elduðu ofan í mig í gær eiga öll heimsins verðlaun skilið fyrir frammistöðuna og ég á erfitt með að trúa að hana hefði verið hægt að toppa.  

smá veltingur í lokin:  af hverju í ósköpunum er þetta allt á sama tíma: food and fun, vetrarhátíð og frönsk menningarhátíð? hefði til dæmis ekki verið indælt ef eitthvað af þessu hefði stutt mann haldrandi yfir kaldan og dimman janúarmánuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband