21.2.2007 | 10:04
skapti með p-i.
má ég kynna hr. skapta ólafsson, stórsöngvara og lífskúnstner. nánast undantekningarlaust spyr fólk: "bíddu... skapti ólafs... hver er það aftur?" og ég raula línu úr hans þekktasta lagi: "það er allt á floti alls staðar..." og þá tengir viðkomandi um leið. man alla vega eftir laginu, þótt þeir sem yngri eru viti jafnlítið um manninn. eldri kynslóðir, t.d. mamma og co vita miklu meira.
skapti ólafsson var nefnilega allt annað en one hit wonder. hann er búinn að vera í bransanum í tugi ára, búinn að spila djass með helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og spilaði með hljómsveitum fyrir dansi þegar ömmur og afar (og jafnvel langömmur og langafar) dagsins í dag buðu hvert öðru upp og tóku sporið. þannig ber hann ábyrgð á tilurð margra okkar sem yngri erum, því á þeim tíma byrjaði allt með dansi.
kappinn var viðstaddur á lýðveldishátíðinni á þingvöllum 1944. spilaði á trommur þar, massa hress. í dag er hann áttræður töffari, ekki síður hress, fullur af stórskemmtilegum sögum og skoðunum sem honum finnst gaman að deila og ég nýt að hlusta á. ég er reyndar búinn að bera undir hann þá hugmynd að ég skrái ævisöguna hans. hann er að hugsa málið.
ef einhver er að velta því fyrir sér hvað þetta er í skyrtuvasanum: jú, mikið rétt, þetta eru rettur. það er erfitt að hætta. en eins mikið og ég lít nú upp til kappans ætla ég ekki að geyma minn pakka í vasanum jafnlengi og hann.
skapti ólafsson er einn af leikurum í söngleiknum ÁST.
það er ekkert annað en heiður og heppni að fá að kynnast slíkum manni.
Athugasemdir
hvenær á svo að frumsýna þennan frábæra söngleik víkingur? ég bara get ekki beðið!
katabessa (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.