hvað er að gerast??

ég hef gríðarlegar áhyggjur af henni britney. nú er hún búin að raka af sér allt hárið! og fá sér tattú! gellan á hárgreiðslustofunni reyndi allt hvað hún gat til að fá hana ofan af þessu. "ertu ekki til í að bíða aðeins með þetta?" spurði hún. en britney bara í einhverju kreisí kasti óð inn í eitthvert bakherbergi og áður en nokkur gat rönd við reist var hún búin að raka af sér hárið. og nú er hún sköllótt. britney sköllótt!

og ann nicole smith dáin... 

heimsmynd mín er að hruni komin, ég segi ekki annað.

ég get seint þakkað fjölmiðlum nægilega fyrir að færa mér fréttirnar um leið og þær berast. síðustu tíðindi herma að britney hafi, sköllótt og tattúveruð (hjarta á úlnlið og bleikhvítur kross á mjöðm) brunað beinustu leið til ráðgjafa og lagst í sófann. það er óskandi að þetta fari vel.

mig langar að vísa hér í útvarpsviðtal frá því í morgun við unga rússneska konu búsetta á íslandi. athyglisverð stúlka, þótt vissulega sé hún engin britney spears.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þú ert svo góður og umhyggjusamur Víkingur!

Rúnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:08

2 identicon

ha? var það ekki varir á úlnlið og hauskúpa á nýberan hausinn??? þetta verð ég að fá á hreint.

katabessa (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband