19.2.2007 | 10:35
abbababb

mér finnst páll baldvin besti leikhúsgagnrýnandi dagblaðanna. sosum ekki erfitt að bera höfuð yfir hinum. ég er alls ekki alltaf sammála honum, en mér finnst gaman að lesa hann, hann er frábær penni og mér finnst hann færa rök fyrir skoðunum sínum.
ég er alls ekki sammála dómi hans um ABBABABB sem birtist í fréttablaðinu um helgina. þetta er orkumikil sýning, en keyrir alls ekki fram úr hófi. að hún beri vott um peningaskort? leikmyndin er ruslahaugur jú... en mér finnst þetta alveg geta virkað sem meðvituð ákvörðun og það er síður en svo einhver blankheitastimpill á þessu. leikarar eru misfimir... en mér finnst þessi sýning alls ekki kalla á mega kóreógraferuð söng- og dansatriði. held að það myndi jafnvel skemma fyrir. og leikarar flestir hverjir að standa sig með stakri prýði.
bottom lænið: mér fannst bara svo gaman! og krökkunum sem voru með mér fannst ógeðslega gaman. og maður verður svo glaður þegar börnunum manns finnst gaman í leikhúsinu, því ég er sammála páli um að það er alls ekki sama barnaleikhús og barnaleikhús.
setning frá krakka sem stóð fyrir aftan mig þegar ég gekk út segir það sem segja þarf: "mamma. mér langar af sjá þetta leikrit aftur!"
fara þangað!!
Athugasemdir
Ég fór með mína orma í bíó á einhvera mynd sem heitir 'Foreldrar' ... ekki mikið af sætum leikurum í henni, einn eða tveir og annar þeirra er ekki feiminn við að fækka fötum. Abbababb hefði öruglega verið meira við hæfi ... æji maður getur aldrei gert neitt rétt ...
Rúnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 11:40
Alveg sammála, sá Abbababb um helgina og skemmti mér ógurlega vel, þetta er drifið áfram af krafti og tónlistin skemmtileg. Sýndust allir krakkar þarna inni vera hugfangnir. Svo er ég búin að vera með stefið hans herra rokk á heilanum síðan...Rokk og ról.
Steinunn (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 14:08
takk elsku víxill :) við þurftum á svona góðri kveðju að halda eftir frbl-sjokkið á sunnudag. vont að vakna upp eftir skemmtilega eurovisjón nott (þó gunni og heiða hefðu átt að vinna) og fá svona kveðju frá gagnrýnandanum. ég er sammála, aðalmálið er að krakkarnir fíla sýninguna í botn. ég er búinn að sjá hana 10 sinnum og hlæ alltaf á sömu stöðunum :) maður er bara ekki greindari en þetta
kkv, felix
Felix (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:14
mín er sannarlega ánægjan felix minn. vonandi á sýningin, þrátt fyrir frb, eftir að ganga vel og lengi!
Víkingur / Víxill, 20.2.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.