batnandi manni...

þeir sem hafa fylgst með skrifum mínum um nokkurt skeið muna hugsanlega eftir þessu hér. ég er ekki viss um að þessi blessaða mæling hafi gert mér neitt gott. ég hef löngum verið duglegur í alls kyns sprikli, en það verður að segjast að síðan ég fékk þessa fínu niðurstöðu hef ég að mestu látið slíkt eiga sig. og það var í ágúst 2006 (hólí sjitt!). á meðan ganga systkini mín á fjöll, fara í ræktina, synda og ég veit ekki hvað og hvað.

ég er semsagt búinn að finna blóraböggul. sökudólg. aðgerðarleysið er ekki mér að kenna, heldur þessari konu sem mældi. hvað var hún að segja þetta við mig? ókey, hún girntist greinilega líkama minn, en gat hún ekki bara haldið því fyrir sjálfa sig?

ég ætla að skokka upp helgafellið á morgun. ekki labba. skokka. létt og leikandi. massedda.  

heiðar og júlía. sjáumst þar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bið að heilsa þeim...

hlynur (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 16:18

2 identicon

hvað þarf maður að gera til að vera blogg'vinur'.. hvað eru þeir sem eru á 'rúntinum'? Spurning um að búa líka til nýjan dálk fyrir blogg'óvini'... það gæti verið athugavert! 

Eva Signý (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Heiðar Birnir

eigum við ekki að verða samferða?

Heiðar Birnir, 17.2.2007 kl. 23:08

4 Smámynd: Víkingur / Víxill

jó, róleg eva slefa! 

bloggvinir er dæmi sem búið er til af blog.is, allir á sama kerfinu skilurru. á rúntinum  hef ég svo allt fólkið mitt sem ég er endalaust að tékka á. Fer samt bráðum að gefast upp á að athuga með síðuna þína, þú ert svo  geðveikt löt að blogga

Víkingur / Víxill, 17.2.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Farðu varlega!

Rúnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband