16.2.2007 | 10:42
draumar ghengis khan
lengi vel, og þá meina ég í mörg mörg ár, dreymdi mig ekki neitt. þessi fullyrðing getur að vísu, að mér skilst, ekki verið rétt. alla dreymir víst, en minni fólks er misgott, og mitt samkvæmt þessu alveg handónýtt. en ég var alltaf soldið öfundsjúkur þegar ég heyrði fólk lýsa þeim ævintýrum sem fram fóru í draumum þess. sumir fljúga um loftin blá, jájá, hoppa af háhýsum og svífa um. mætti ég þá fá þó ekki væri nema eina og eina hressilega martröð, hugsaði ég.
nema hvað, að þetta hefur aðeins verið að breytast upp á síðkastið. enn er það ekki svo gott að ég muni nákvæmlega hvað mig dreymir þegar ég vakna, en ég man að þar er eitthvað og ég finn hvernig slitrurnar líða á brott úr hausnum á mér áður en ég næ að klófesta þær. og undantekningarlaust er þetta alveg óskaplega fyndið. heilu siddkomm þættirnir, fyndin tilsvör og hillaríus aðstæður. og ég hugsa, meðan mig dreymir: vá, þetta verð ég að muna. þetta er ekkert smá orginal. ég er snillingur!
kannski kemur að því að eitthvað af þessu fylgi mér yfir í vökuna og ég get sett það á blað, og áttað mig á því að þetta er annað hvort algjört rugl, eða þá eitthvað sem ég hef heyrt eða séð annars staðar frá.
mig langar að óska lesendum gleðilegrar helgi, og býð upp á veganesti sem er ekkert slor. rifja upp gamalt júróvísjón efni, frá þeim árum þegar boðið var upp á meira kvalití stöff. þetta er alvöru!
á myndinni er dschinghis khan hópurinn og hér er framlag þeirra frá árinu 1979. ef þetta kemur mannskapnum ekki í bullandi fíling, þá veit ég ekki hvað mögulega gerir það...
Athugasemdir
Tra la la la..Moska Moska...jajaja hey!! Æ fyrirgefðu gleymdi mér í þessari rífandi stemmingu. Hopp og hí..tralala.
Ætlaði bara að segja þér að það eru ýmis ráð til að muna draumana sína. T.d geturðu sagt sjálfum þér áður en þú ferð að sofa að þú ætlir að muna drauma þína. Segir bara undirvitundinni hvernig þú ætlar að hafa þetta..og svo er mjög gott að þegar þú ert að vakna og heldur enn í draumaslitrur að hreyfa þig ekki og alls ekki opna augun. Halda þér kyrrum meðan þú ert að ná minningunni með þér inn í dagvitundina. Prófaðu þetta. Draumaveraldirnar eru svo magnaðar að það verða bara allir að hafa aðvegengi að þeim. Ég verð veik ef mig dreymir ekki....ég er meira að segja dagdreymin úr hófi fram..elska drauma.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 11:06
Þú verður eldheitur á börum bæjarins eftir að hafa horft á þetta myndband.
Góða helgi!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.2.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.