kvöldvaka

Copy of Copy of eragon flott það er kvöldlestur á mínu heimili þessa dagana, rétt eins og í baðstofunni forðum. í stað þess að fara með rímur les ég annað bindi í sögu eragons drekariddara fyrir mig og son minn. við erum báðir þokkalega spenntir.

það má sosum ýmislegt segja um þessa miklu sögu (mér skilst að það sé enn einn doðranturinn eftir áður en ævintýrinu lýkur) og ekki allt gott. en víst er hún spennandi, og það bregst ekki að sonur minn andmælir hástöfum þegar ég loka bókinni á kvöldin. ég er náttulega svo ótrúlega ábyrgðarfullur að ég tapa ekki sjálfum mér og les frameftir öllu. nógu erfitt samt að koma drengnum á lappir á morgnana. 

ég mæli með þessu. þetta er gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Góður.  Erum einmitt með Hobbitann þessa dagana.  Rétt hjá þér.  Þetta er gaman.

Heiðar Birnir, 15.2.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband