jón og þjóðarsáttin

jón framsóknarformaður. fínn kall. eflaust. en það er með jón eins og suma, að ég er bara ekki viss um að hann sé á réttum stað. ég trúi bara ekki öðru en það séu að renna tvær grímur á einstaka félaga hans, varðandi formanninn sem átti að bjarga hópnum, rífa hann upp úr öldudalnum. gott ef jón sjálfur hugsar ekki endrum og eins með sér: "ó sjitt." 

það vantar allt kung fu í jón. hann er of slakur. þar sem hann stendur í pontunni og talar... nú er ég ekki vel að mér í ættfræði, en er jón eitthvað skyldur heimi heitnum steinssyni, þeim ágæta manni?

og nú er taktleysið orðið svo algengt hjá flokknum að ég get ekki ímyndað mér annað en hann noti það í slagorðunum í vor: "taktlaus en traustur" - "taktleysi og mess, ekkert stress"... nei ég segi svona. það nýjasta er náttulega hin svokallaða þjóðarsátt.

nú ætla ég ekki að ráðast á innihald þeirrar sáttar, það hafa aðrir séð um það. en það er augljóslega taktlaust af tveimur ráðherrum framsóknar að setjast niður og sjóða saman plagg um jafn eldfimt efni, plagg sem öskrar jafnmikið á andmæli og raun ber vitni, og kalla það þessu merkingarþrungna nafni. þjóðarsátt? 

þau jón og jónína vita jafn vel og við hin að hér eru afar skiptar skoðanir um umhverfis- og virkjunarmál. ég leyfi mér að segja að þetta sé með heitari málefnum komandi kosninga. 

hvernig dettur þeim annað eins í hug? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Framsókn er eins og berrössuð ógæfukona á vergangi þessa dagana og þegar norðangarri atkvæðaleysis næðir um bossa verður hriplek þjóðarsátt að girnilegu skjóli. Hlý og notaleg eins og Álafossúlpa ... 

Rúnarsdóttir, 15.2.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

þú ert alveg sérdeilis skemmtilega mælsk rúnarsdóttir!

Víkingur / Víxill, 15.2.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Takk ...

Rúnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:11

4 Smámynd: Víkingur / Víxill

verði þér að góðu. ertu nokkuð einhleyp? nei... ég segi svona...

Víkingur / Víxill, 16.2.2007 kl. 11:50

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Rúnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband