13.2.2007 | 10:11
máttur orðsins
ég datt inn á popptívi um helgina. þar var í sýningu dæmigert músíkvídeó með rapplagi, svo vafasamt að ég hugsaði sem svo: þetta myndband má EKKI koma fyrir augu dóttur minnar, sem er sex ára og dreymir um að verða söngkona og dansari þegar hún verður stór.
þetta er engin ný speki. músíkmyndbönd eru oft svo hressilega nálægt því að vera klám að maður spyr sig hver sé í raun munurinn.
nema hvað, að annað hvert orð í textanum var þaggað niður, textinn í laginu við myndirnar fékk ekki að heyrast. ég geri ráð fyrir að þar hafi rapparinn talað mjög fjálglega um hvað hann ætlaði að gera við konuna sem sungið var um, í hvaða stellingum hún fengi að kenna á því... eitthvað þess háttar býst ég við. alla vega er þar eitthvað sem ekki má heyrast.
orðin mega ekki heyrast. en það er allt í lagi að myndirnar sjáist.
Athugasemdir
Sum þessi svokölluðu "tónlistarmyndbönd" eru bara illa dulbúið klám fyri börn og unglinga. Hvað ég verð reið þegar mín litla er að reyna að herma eftir þessum skækjum og heldur að svona eigi þetta bara að vera ef maður er að flytja tónlist.
Jakk
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 10:20
Frábær punktur Víkingur... af hverju má sjá en ekki heyra? Má "akta" en ekki segja? Tvískinnungur.com myndi ég segja!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 13.2.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.