9.2.2007 | 16:58
ísland í dag
fyndið með þessar endalausu uppstokkanir hjá stöð 2. enn á ný er komið nýtt ísland í dag. nú á að taka á því! það er komið nýr litur í bakgrunninn, blátt í staðinn fyrir rautt. steingrímur ólafsson er kominn inn til að hrista upp í þessu, að öðru leyti er þetta sama fólkið. ég horfði á fyrsta þátt hins "nýja" ísland í dag og þetta er nákvæmlega sama stöffið. sem mér finnst bara fínt, því ég kunni ágætlega við hann eins og hann var.
hvaða endalausa panikk er þetta alltaf hreint? er enginn séns að slappa bara aðeins af og leyfa fólki að byrja að venjast og fara að meta það sem er í boði? þó ekki sé nema einhverja mánuði?
verst finnst mér að morgunþátturinn var tekinn af dagskrá. en ég er líka morgunnörd sem vakna snemma...
Athugasemdir
Það var voða vinalegt og kósý að hlusta á Bítið á meðan maður græjar sig í vinnuna/skólann. Núna verður maður kannski bara að taka þetta á stressinu...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.2.2007 kl. 17:17
Heyrðu... renndi yfir greinina sem þú sendir mér link á... að venju er ég afar ósammála krullaða silfrinu! Ef að stúdentapólitíkin vekur mann ekki til umhugsunar og kveikir í manni, þá skal ég hamstur heita! Með mér í Röskvu hafa sko verið allra flokka kvikindi sem er vel. Fjölbreytni er yfirleitt kostur
Hvað segirðu um að stofna flokk með mér eftir ca 4 ár?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.2.2007 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.