æfing í ást

ást 2007 053

lukkunar pamfíll. er það ekki tilvalin þýðing á "lucky bastard"? maður er orðinn svo gegnsýrður af ensku tali allt í kringum mann endalaust (sonur minn talar t.d. stundum meira í enskum frösum en á íslensku) að maður stendur sig stundum að því að hugsa á því tungumáli. alla vega, það sem ég vildi sagt hafa er að ég er soddan lukkunar pamfíll!

maður getur ekki þakkað nógu oft og mikið fyrir þær undarlegu beygjur og króka sem lífið manns tekur. og allt það fólk sem á vegi manns verður og maður verður heiðurs aðnjótandi að vinna með og kynnast. 

núna er einmitt eitt slíkt ævintýri í gangi. stórsöngleikurinn ÁST sem æfður er af kappi í borgarleikhúsinu. samferðafólk mitt þar er flest allt í eldri kantinum, fólk sem hefur brallað svo ótalmargt og kallar sannarlega ekki allt ömmu sína. og ég á erfitt með að þurrka burt sólskinsglottið af andlitinu á mér. það er svo gaman í vinnunni.

ást 2007 061ég og gísli örn vinur minn, og leikstjóri verksins, erum semsagt krakkarnir í hópnum. já og pálmi músíkmæstróinn okkar, ekki ætla ég að gera hann gamlan í skrifum mínum hér, þótt vissulega sé kappinn reynslumikill.

hér að ofan má sjá þau ómar og hönnu mæju æfa dúett úr verkinu. maður hefur nú ekki heyrt hönnu syngja mikið (hún á þó orginal útgáfuna af gegnum holt og hæðir með þursunum) en konan er algjörlega brilljant söngkona, og fær að láta það ljós skína í sýningunni.

og svo varð ég að skella inn mynd af pálma sigurhjartar, sem er ekkert annað en snillingur.  

fleiri myndir koma síðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband