6.2.2007 | 10:39
listin að skapa
eins og endrum og eins hefur komið fram þá er ég listamaður að atvinnu. skapandi listamaður leyfi ég mér að segja. ég er alla vega að vinna í því að vera dúer, ekki bara þínker. því öll erum við þínkerar og öll erum við listamenn á einhvern hátt, en það er framkvæmdin sem gerir mann að atvinnulistamanni. ekkert annað.
þetta er þó ekki alveg svo einfalt, þannig séð. því þó maður sé dúer, þá er ekki endilega gott að vera stöðugt að búa til og búa til og búa til nýtt og nýtt og nýtt. maður verður nefnilega að bera virðingu fyrir því sem maður skapar, gefa því tíma til að æfa flugið, fylgja því hvetjandi eftir þar til það að lokum nær settu marki, flýgur hátt, svífur yfir húsum og höfðum sem líta upp í loft og fara að hugsa eitthvað nýtt.
núna er þannig tími hjá mér. flugþjálfun. og ég viðurkenni að í starfi mínu sem skapandi listamaður er þessi tími erfiðastur. sköpun er ferli, og á þessum stað í ferlinu get ég vissulega bætt mig. draga djúpt andann, vera þolinmóður og æðrulaus. og bíða. því víst er að nóg er af verkefnunum sem einmitt þurfa óskipta athygli mína og þolinmæði og mega ekki við því að ég fari að nota hausinn í að búa til eitthvað nýtt.
ég held ég sé með vott af athyglisbresti. en ég er að læra og ég er að bæta mig.
maður verður að sinna börnunum sínum.
Athugasemdir
já það er svo sannarlega rétt að þú ert skapandi og gerandi listamaður. Þú og þitt fólk eruð starfsstéttinni til sóma (sándar pínu eins og eithvað sem að Ólafur Ragnar gæti hafa sagt. en fokkit). Það er neflileg fátt sem að fer meira í taugarnar á mér en leikarar sem að segjast ganga með þennan og hinn drauminn í vasanum og langi ekkert frekar en að framkvæma hann en geti það bara ekki af því þeir fengu ekki Styrkinn. (styrk-INN nb.) "búinn að sækja oft um en við fáum bara ekkert frá þeim!, fáránlegt af því að þetta verkefni gæti orðið geðveikt!"
Ég ætla ekki einu sinni að byrja að ræða hina svokölluðu "atvinnulausu leikara". Rétt upp hönd sem að hafa heyrt um "atvinnulausa listmálarann" eða "atvinnulausa rithöfundinn"? - "ég er alveg að fara á fullt í að mála, þarf bara að fá tilboð um að sýna í einhverju gallerýi, þá byrja ég á fullu..."
stay cool, keep it real og allt það...
Vignir Rafn Valþórsson, 7.2.2007 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.