5.2.2007 | 10:30
mánudagur
það er ekkert sérstakt í umræðunni að vekja athygli mína. horfði ekki á fréttir um helgina og fletti blöðunum frekar værukær. sleppti tökunum á púlsinum (oj. víxill... alltaf með puttann á púlsinum! what have i become?)
sleppti líka mjög meðvitað júróvísjónundankeppninni á laugardagskvöldið. hef heyrt eitt og eitt lag í útvarpinu og aðeins eitt orð um þau að segja: púff... ekki að ég hafi búist við öðru.
yfirstandandi pródökt í fullum gangi. áætlað er að frumsýna leikverkið ÁST þann 1. mars, en forsýningar hefjast einhverju fyrr. ég er bjartsýnn, þetta stefnir í að verða stórmerkileg og skemmtileg sýning, og pottþétt eitthvað sem fólk hefur ekki séð áður. vonandi að það segi ekki bara púff...
í dag hefst íbúðaskoðun. get ekki beðið eftir að komast í stærra.
Athugasemdir
Já var einmitt einhversstaðar að lesa um þessa sýningu og það hljómaði nú bara stórvel... :)
Berglind (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.