1.2.2007 | 10:18
álög
hvađ hét hann aftur kóngurinn í hringadróttins sögu sem var í álögum og leyfđi hinum illa ráđgjafa ađ stjórna ríkinu eftir sínu höfđi. sat bara stjarfur í hásćtinu og ráđgjafinn, sem í bíómyndinni var alveg ótrúlega vondur og slóttugur í framan, leikinn af gaurnum sem lék í gaukshreiđrinu og ég man ekki heldur hvađ heitir, sá ţurfti ekki annađ en ađ hvísla einhverju í eyra konungs og ţá sagđi hann já og já og já viđ öllu saman.
guđjón kóngurinn? útlendingahatarinn ráđgjafinn? guđjón í álögum? nei, samlíkingin kom bara sísona. guđjón talar alla vega eins og hann sé í álögum.
frjálslyndi flokkurinn fundađi og niđurstađan var ótvírćđ. ekkert athugavert viđ kosningarnar, hvorki framkvćmd ţeirra né niđurstöđur. ég spurđi útvarpiđ: guđjón minn. ertu ađ djóka? honum fannst ekki taka ţví ađ svara.
silfuregill spáir ţví ađ frjálslyndi flokkurinn fari stćkkandi fram ađ kosningum. rasistar og ađrir grunnhyggnir eigi eftir ađ flykkjast ţangađ inn, glađhlakkandi yfir ađ hafa loks fundiđ sinn málsvara. ég vona innilega ađ egill hafi rangt fyrir sér, en mig grunar ađ hann spái rétt.
sorglegt.
Athugasemdir
Heyrðu hvar er nágranninn?? Á eftir að lesa síðustu tvo kaflana...ekki segja mér að þú sért búin að taka þá út??
Berglind (IP-tala skráđ) 1.2.2007 kl. 18:51
Ég er í sömu stöðu og Berglind....sakna sárlega síðustu kaflanna í þessari frábæru sögu! Ég vona svo sannarlega að Nágranninn kíki aftur í heimsókn, í amk einn dag!
Halldór (IP-tala skráđ) 2.2.2007 kl. 06:09
Kóngurinn hét Ţjóđan, veit ekki međ vonda gaurinn. Er Vondi gaurinn ekki bara gott nafn á hann?
Hjördís sem einu sinni var međ ţér í Reykjanesi.- og Hullu og Ţóru og Gullu og bróđur ţínum og einhverju endalausu öđru liđi.
Hjördís (IP-tala skráđ) 6.2.2007 kl. 10:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.