21.1.2007 | 15:30
hitt og annað
það er alltaf gaman að geta staðið við orð sín og það hef ég nú gert með því að birta nýjan kafla í framhaldssögunni.
frumsýning gekk vonum framar, gestir yfir sig hrifnir og fjórar stjörnur bæði í mogganum og fréttablaðinu gefa vonandi aðsókn byr undir báða vængi. lets feis itt, krítík hefur áhrif. stjörnugjöf selur. að einhverju leyti í það minnsta. held ég alla vega.
í gærkveldi, þar sem ég lá í sófanum og hvíldi lúin bein (það tekur jú helling á að skemmta sér) stóð ég sjálfan mig að því að skella upp úr yfir spaugstofusketsum. það er ekki auðvelt að viðurkenna slíkt en mér fannst meðferð þeirra á byrgismálinu djörf og kröftug. og útlisting á árshátíðum bankanna, fjármögnuðum af vöxtum og yfirdrætti okkar eymingjanna var það líka.
ætlaði svo að splæsa í dvd en nennti ekki fram úr og horfði á norton og stiller og hana þarna gull gull gullfallegu leikkonu í mynd sem flokkast undir hugljúfa gamanmynd. og hafði bara soldið gaman af.
svona var semsagt ástandið á mér í gærkveldi. en nú er kominn nýr dagur með nýrri heilsu og nýjum ævintýrum...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.