19.1.2007 | 11:08
góðar fregnir og verri
ég er bæði með góðar fréttir og slæmar.
þær góðu eru nú kannski engar fréttir, þannig séð. búinn að vera að tyggja þetta ofan í ykkur með reglulegu millibili, síðast í gær. nefnilega að í kvöld verður kvikmyndin FORELDRAR frumsýnd og það er mikil tilhlökkun í lofti.
vondu fréttirnar byggja á þeim væntingum mínum að þarna úti sé fólk, etv fleiri en mig grunar, sem hefur verið að lesa framhaldssöguna mína og haft gaman af. ég hef alla vega fengið ánægjuleg komment og er þakklátur fyrir þau. en vondu fréttirnar eru sumsé þær að sökum frumsýningarinnar, og af því að ég ætla að sletta ærlega úr klaufunum í kvöld og leyfa mér að vera þunnur og latur á morgun, þá kemur næsti kafli ekki inn fyrr en sunnudaginn 21. janúar. er ekki réttilega hægt að kalla þetta óviðráðanlegar orsakir?
hafið það gott í dag, og bændur, til hamingju með daginn.
Athugasemdir
Þetta eru fyrirséðar orsakir og þú þarft alls ekki að afsaka eitt né neitt. Til hamingju með daginn sjálfur og hittumst hressir í kvöld.
Heiðar Birnir, 19.1.2007 kl. 11:11
Við hljótum að lifa það af :) Í staðinn fyrir nýjan kafla fáum við eflaust stórkostlega kvikmynd! Það ætti að duga...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.1.2007 kl. 11:50
Jæja kroppur!
Nú er komið að því að því að við hittumst :)
Ertu ekki til í að senda mér email með símanum þínum því ég kem í næstu viku og þú ert nr eitt á heimsóknarlistanum mínum (fyrir utan pabba)
Hullan (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 23:48
frábært að heyra hulla mín! ef þú lest þetta, þá er ég búin að týna meil adressunni þinni ljúfan. hver er hún aftur?
Víkingur / Víxill, 21.1.2007 kl. 01:32
Hamingju með myndina. Alveg frábær.
Vignir (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 02:40
Ímeil addressan mín er hulla13@hotmail.com
Já og bæðavei frábær mynd. Lena sagði bara "Vá...sæti gaurinn" þegar hún sá hana...
Hullan (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 11:16
takk vignir minn! gott að heyra!
Víkingur / Víxill, 21.1.2007 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.