hvað ungur nemur

sonur minn er 13 ára. hann er í 8. bekk eins og það heitir. nú er hann í miðsvetrarprófum og pabbinn er að reyna að hjálpa til, fara með honum í gegnum námsefnið. og í sumum fögum skil ég ekki rass. ég les upphátt upp úr bókunum og geri allt til að láta röddina hljóma sannfærandi og eins og þetta sé allt saman mjög augljóst og liggi í augum uppi. en sonur minn sér í gegnum mig. sér tómið í svipnum og glottir.

svo er maður að fara fram á góðar einkunnir. segir honum að hann verði nú að standa sig.

hvað er maður að þykjast vera heimspekingur? já, eða skáld?

það er kominn nýr kafli í framhaldssögunni. setti hann inn rétt í þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband