13.12.2007 | 10:09
genau
ég mæli eindregið með að fólki horfi á þetta. hversu satt er ekki það sem þarna kemur fram?
allt gott frá berlín. hlakk fyrir heimkomu vex og dafnar. gott ef maður er ekki farinn að telja niður dagana.
í kvöld sé ég LOKSINS Gob Squad á sviði. spennandi!
kafli 26 er væntanlegur í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 21:52
ath!
ég vil benda á bloggfærslu erlu óskar um ferð hennar til bandaríkjanna nýverið og þá illskiljanlegu og hræðilegu meðferð sem hún hlaut hjá yfirvöldum þar vestra (sjá erla1001 í bloggvinalista hér til hliðar).
algerlega fáranleg frásögn sem vonandi dregur dilk á eftir sér!
lesið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:03
jóla
þegar ég hef unnið soldið, skrifað og gert það sem þarf að gera ætla ég að fara eitthvert út í bæ og finna jólastuð.
bendi á að ég er kominn með nýtt netfang: vikingurkr@gmail.com
tsjuus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 09:34
bíó
náði ásamt evu vinkonu minni berger í skottið á skemmtilegri kvikmyndahátíð sem hér var haldin frá 30. nóv.- 8. des. í babylon kvikmyndahúsinu á rosa luxemburg. sáum 3 myndir, from the land of silence frá íran, el aura frá argentínu og að lokum bresku myndina control sem fjallar um örlög ian's curters söngvara joy division. allt saman áhugavert en mest var ég ánægður með control. joy division náttla soddan eðalband og saga ian's átakanleg. stíllinn á myndinni líka svo fallega látlaus.
þessi vika hefur í för með sér leikhús, eitt ef ekki fleiri.
það skín sól í berlín.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 13:59
hlakk
ég er farinn að hlakka heilmikið til að koma heim. ég hef alltaf haft gaman að desember. geðveikin sem honum er samferða á íslandi getur að sjálfsögðu verið nokkuð óhugnanleg. fjarvera mín síðustu mánuði auðveldar mér að horfa framhjá því. skammdegið, ljósin og samvera með fjölskyldunni vegur þungt upp á móti. sakar ekki hvað ég er heppinn með fjölskyldu, á fimm dásamleg systkini og móður sem seint verður ofhælt. og svo auðvitað púkarnir mínir. og vinirnir. já, það verður gaman og gott að koma heim. af ónefndum ástæðum seinkar heimkomu minni þó um nokkra daga, ég lendi í keflavík þann 20. desember.
mig langar að benda á blogg vinar míns þorleifs, sem er farinn að skrifa aftur eftir nokkurt hlé. skemmtileg síða, sem finna má í rúntinum hér til hliðar.
kafli 24. kemur ekki fyrr en á morgun. fer nú að draga til tíðinda og sögulok nálgast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 13:35
antígón
nafnið á færslu dagsins er nýyrði, sem ég bjó til í gær. það er samsett úr sögninni að "góna" og enska orðinu "anti" sem þýðir skv. netorðabók andstæðingur (tiltekins málstaðar). nafnorðið antígón þýðir sumsé áhorf á eitthvað sem viðkomandi vill ekki þurfa að upplifa. þetta er náttulega bara vondur brandari, en getur tæplega orðið jafn vondur og sýningin sem ég varð vitni að í gærkveldi.
en nú byrja ég á byrjun.
ég fór í gær í ferð með vini mínum þorleifi og vinkonu hans söru (borið fram með gormæltu, hebresku r-i) til bæjar sem heitir schwerin og er í u.þ.b. 2 tíma akstursfjarlægð frá berlín. við leigðum okkur bíl, þorleifur sat undir stýri þar sem við svifum um hraðbrautir á ógnarhraða og ég horfði á hraðamælinn og var ekki vitund smeykur undarlegt nokk. ekkert antígón þar, svo ég sýni fram á notkunarmöguleika hins nýja orðs. þorleifur er að fara að leikstýra í leikhúsi schwerinbúa í vor og tilgangur ferðarinnar var að skoða leikrými og eiga fund með dramatúrgi og öðrum yfirmönnum hússins.
schwerin er ósköp fallegur bær. þar búa í kringum 180 þúsund manns. lítið er um ungt fólk á aldrinum 20-40, ástæðan er sú að þar er ekki háskóli og íbúar þurfa að leita til nágrannabyggðar, rostock til að komast til æðri mennta. hins vegar er ekki óalgengt að þeir snúi aftur sprenglærðir og taki við þeim embættum sem í boði eru og menntun þeirra býður upp á.
um kvöldið sáum við frumsýningu á antígónu. og skemmst frá að segja að það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn vondu leikhúsi. ég hef séð nokkrar grikkjakynningar hjá 2. bekk leiklistarskólans á íslandi og fullyrði að allar sem ein bjuggu þær yfir meira kvalíteti en þessi atvinnumannasýning. orð þorleifs, sem hann hvíslaði að mér undir lokasenunni milli böðulsins og antígónu segja allt sem segja þarf: "í guðs bænum drífðu þig og dreptu hana svo við getum farið heim!"
þannig er það nú.
þarf varla að nefna það en geri það samt: kafli 23 kemur í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)